17.6.12

Fallegir hlutir fyrir heimilið

[1][2][3][4]

Mig er lengi búið að langa í "Keep Calm and Carry On" plakat, en þar sem þau eru heldur dýr hef ég ekki enn skellt mér á eitt stykki. Ég rakst einnig á gullfallegt sængurver með hreindýri á. Það er frá danska merkinu Bynord sem er í miklu uppáhaldi hjá mér núna. Krumma herðatréið fæst m.a. í Epal, en hægt að fá víðar. Það er mjög fallegt sem skraut, ég á einn hrafn sem hangir í vír, en hann mun ekki vera notaður undir föt heldur hanga í stofuglugganum. Síðast en ekki síst er fallega bleikur þriggja hæða kökudiskur frá Koziol sem ég gaf bróðir mínum og kærustu hans í jólagjöf og læt mig enn dreyma um :-)

1 comment:

  1. Ég var í Ilvu um daginn og þar var keep calm and carry on mynd á 50% afslætti í fallegum burgundy lit. Dauðsé eftir að hafa ekki keypt það!

    ReplyDelete