4.3.13

Wooden Hand by HAY

Fyrir rúmlega viku síðan var ég stödd í Danmörku að heimsækja bestu vinkonu mína. Við þræddum allar hönnunarbúðirnar og það sem ég tók eftir í mörgum þeirra var Wooden Hand, hönnuð af HAY. Strax frá byrjun var eitthvað sem heillaði mig við þessa hendi, mér fannst stórfurðulegt að hafa viðarhönd sem skraut uppi í hillu en ég varð svo rosalega hrifin að eitt stykki læddist í poka í enda ferðarinnar og kom með mér heim til Íslands. Nú stendur þetta sérstaka skraut uppi í hillu og vekur upp góðar minningar af Danmörku. Höndin fæst á mörgum stöðum í Danmörku, en hægt er að kaupa hana hér.
*** 
About a week ago I was in Denmark visiting my best friend. We went to all the design stores and I stumbled upon a weird looking piece called the Wooden Hand, designed by HAY. There was something charming about this wooden hand, I though it was weird at first but I ended up loving it and bought it! Now it stands in my shelf and brings back good memories of Denmark. You can buy it here.

[1]

No comments:

Post a Comment