26.4.13

30 days challenge

Hvað hefur þú alltaf viljað gera en aldrei framkvæmt? Ég get talið upp ansi marga hluti hjá mér! 

Ég hlustaði nýlega á fyrirlestur hjá Matt Cutts á TED.com sem veitti mér ótrúlegan innblástur og snýst um að gera eitthvað nýtt í 30 daga. Er eitthvað sem þig hefur alltaf langað að gera og aldrei framkvæmt? Af hverju ekki að prófa það í 30 daga. Samkvæmt Matt er hugmyndin mjög einföld - maður hugsar um eitthvað sem manni langar að bæta við líf sitt eða eitthvað sem maður vill taka út. Þetta gæti t.d. verið 30 mín hreyfing á hverjum degi, taka eina ljósmynd á dag eða blogga einu sinni á dag, horfa ekki á sjónvarp eftir kl. 19 eða sleppa því að drekka kaffi. Möguleikarnir eru ótrúlega margir en þar sem maður á það til að fresta hlutunum og vantar eldmóð til að framkvæma þá, þá verður oft lítið úr þeim. Ef þú gerir eitthvað nýtt í 30 daga líður tíminn ekki bara hjá, hlutirnir verða eftirminnilegri því þú ert meðvitaður um það sem þú ert að gera.

Ef manni langar að gera eitthvað nógu mikið þá er allt hægt. Það þarf bara að taka ákvörðun og standa með henni. Betra er að einblína á lítil smáatriði í byrjun þar sem líklegra er að þau verði að vana frekar en að ætla að sigra heiminn á einum degi.

  Hvað hefur þig alltaf langað að gera? 


No comments:

Post a Comment