3.8.13

Pretty Little Home

Hrikalega krúttaraleg og stelpuleg íbúð. Þessi bleiki litur er algjört æði. Það sem greip mig best við íbúðina var hversu einföld hún er. Mér fannst hún einnig sýna að það er hægt að gera marga fallega hluti fyrir mjög lítinn pening. Góðar hugmyndir sem ég fékk:

1) Nota koll sem borð - t.d. undir plöntur.
2) Frístandandi spegill - tiltölulega ódýrt í framkvæmd og mjög töff.
3) Skrifborð á gangi - gott að nýta rýmið.
4) Útprentaðar myndir fyrir ofan skrifborð - algjör snilld!
5) Tímaritageymsla á vegg - herðatréð nýtist sem veggskraut.
6) Hrúga af púðum á rúmi - heimilislegt og kósý.
7) Lítil hilla fyrir ofan rúm - ódýr lausn og gerir rosalega mikið fyrir rýmið.
8) Myndaveggur í stofu - samanstendur aðeins af þremur myndum en er meira en nóg
9) Lítið sófaborð - skemmtileg hugmynd, aðeins hugsað út fyrir kassann.
10) Borð við hlið sófans - trappa úr IKEA notuð sem standur fyrir fallegt skraut.

Vonandi nýtist þessar hugmyndir ykkur líka :-)
***
Cute and girly apartment. I love the pink color. What captured my eye was the simplicity of this home, and it also shows you can do many pretty things with a cheap budget.

No comments:

Post a Comment