6.1.14

Essential Eames

 Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur :-) 

Ég vil byrja nýja bloggárið með nokkrum myndum sem ég tók í sumar. Ég var þá stödd í Singapore á sýningu í glæsilegu safni sem kallast Artscience museum. Ég fór á sýninguna Essential Eames sem verður í gangi út febrúar ef einhver á svo ólíklega leið þar hjá :-) 

Sýningin snéri að Eames hjónunum, bæði að lífi þeirra og starfi. Mér fannst ótrúlega gaman að færa mig í gegnum sögu þeirra hjóna og fá að kynnast hönnun þeirra örlítið betur. Betri helmingnum fannst þó ekki alveg jafn skemmtilegt og mér, enda karlmaður, en hann lét sig hafa það - mér til mikillar gleði! :)


 
 
Myndir: Tanja Dögg // Djörfung

No comments:

Post a Comment