20.6.12

Sængurföt

Mér var einu sinni sagt að vera ekkert að spara þegar kemur að rúmfötum þar sem við eyðum u.þ.b. 1/3 af ævi okkar í svefn. Mér finnst þetta allavega góð afsökun til að kaupa falleg sænguföt :) Falleg sængurföt geta líka lífgað upp á svefnherbergið og gert það meira kósý – þau er allavega næst á dagskrá á mínu heimili.

Þetta sængurverasett er frá HAY og fást í Epal. Svo fallegt! Ég er ástfangin af öllum vörum frá HAY, hönnunin hjá þeim er alltaf svo stílhrein og fín.

[1]


Ég rakst einnig á nokkur koddaver frá Urban Outfitters - sem eru bilað flott. Urban Outfitters senda til Íslands, þannig um að gera að dekra aðeins við sig og skella sér á eitt par af koddaverum. 


[1][2][3][4]

1 comment: