5.7.12

Mixed bag: Óskalistinn

Nokkrir vel valdir hlutir sem eru ofarlega á óskalistanum! :)

[Vískiglas úr Ikea] Ég drekk ekki vískí... en ef ég myndi eignast þetta glas þá væru mun meiri líkur á því!

[Veggspjald eftir Therese Sennerholt] Fullkomið fyrir myndavegginn sem er í vinnslu.

[Púði úr Ilvu] Ótrúlega sumarlegur og tilvalinn í að lífga upp á stofuna.

[Kjóll frá Topshop] Metallic blár kjóll sem er einmitt á útsölu! Því miður ekki til í minni stærð, verð bara að láta mig dreyma.

[Taska úr Hrím] Hún er alltof dýr - en er hún samt ekki geðveik!?

[Hálsmen úr Zöru] Krúttleg skordýr sem er búið að raða á keðju, love it!


1 comment:

  1. Elska allt bleikt þessa dagana! Og væri ekkert á móti því að eiga þetta plaggat frá Theresu okkar :)

    ReplyDelete