16.11.12

DIY: Colorful triangle garland


Auðvelt föndur fyrir þá sem vilja lífga upp á heimilið á einfaldan hátt. Þetta er einnig sniðugt fyrir afmælisveislur eða önnur skemmtileg tilefni - mér finnst gera alveg rosalega mikið að bæta smá litum í umhverfið. Ég föndraði þetta í sumar þegar mamma átti afmæli og var ótrúlega ánægð með útkomuna. 

Það sem þú þarft er: Litaður kartonpappír (fæst m.a. IKEA, Eymundsson o.fl.), blýantur, skæri og snæri. 

Skref 1: Teiknaðu tígul á blað og klipptu út - fyrsti tígullinn verður notaður sem mót.
Skref 2: Notaðu mótið til að teikna nokkra tígla í mismunandi litum. 
Skref 3: Klipptu út alla tíglanna.
Skref 4: Límdu tíglana á snæri líkt og sést á efri myndinni. Þeir eru brotnir saman í miðjunni, þannig þú færð þríhyrning í staðinn fyrir tígul.
***
A simple garland for birthday parties or other fun occasions. I made this for my mother's birthday last summer and I loved the outcome.

What you need is: Colored paper, a pencil, scissors and a string.

Step 1: Draw a rhombus on a paper.
Step 2: Use the first rhombus to draw more rhombuses in different colors.
Step 3: Cut out the rhombuses.
Step 4: Glue the rhombuses on a string.

3 comments:

  1. Myndirnar hjá þér eru mjög flottar og sniðug hugmynd. -Erla

    ReplyDelete
  2. Svo fínt. Ég einmitt gerði svona fánaborða inn í herbergið hjá stráknum mínum í fyrra, en þá klippti ég út þríhyrninga, gerði göt í efstu tvö hornin og þræddi upp á snæri. Lífgaði mjög svo upp á herbergið :) Ætla að setja þá aftur upp þegar haldið verður upp á afmælið hans :)

    ReplyDelete