Það styttist í jólin og desember hefur verið ótrúlega fljótur að líða! Það eru aðeins 15 dagar til jóla og annar í aðventu í dag. Ég er búin að kaupa helminginn af jólagjöfunum og það er um að gera að klára þær af sem fyrst því raðirnar í búðunum eru farnar að lengjast og erfiðara að skoða. Jólaundirbúningurinn er á fullu, ég bakaði lakkrístoppa í dag og næst eru það piparkökurnar. Ég valdi nokkrar myndir sem veittu mér innblástur, ég vona að þær geri það sama fyrir ykkur. Ég vona að þið hafið átt góða helgi! :-)
***
There are only 15 days to Christmas. I've bought half of the Christmas gifts and I recommend that you do it soon, the lines in the stores are getting longer and it's more crowded, which makes the Christmas shopping more difficult. I chose a few pictures that inspired me, I hope they do the same for you. Hope you had a great weekend! :-)
Fallegur og einfaldur aðventukrans! Ég föndraði engan krans í ár en ætla ekki að muna eftir því á næsta ári. |
Falleg hugmynd að innpökkun. |
Fallegur púði eftir Elizabeth Dunker - Fine Little Day.
Púðinn fæst hér. Svona púðar þurfa ekki að einskorðast við jólin,
ég væri allavega mikið til í að hafa einn svona inni hjá mér í vetur.
|
Ótrúlega töff DIY jóladagatal, leiðbeiningar má finna hér. |
Svo fínt!
ReplyDeleteSkemmtilegt og fallegt blogg!
ReplyDeleteKv Thelma
Alltaf gaman að kíkja á bloggið þitt:)
ReplyDeleteTakk kærlega fyrir það! :-)
ReplyDeletePúðinn er ekkert smá fínn erla
ReplyDelete