Mynd: Tanja Dögg // Djörfung |
Ég gerði þessa girnilegu köku með bestu vinkonu minni þegar ég heimsótti hana til Danmerkur. Kakan heppnaðist rosalega vel og var dásamlega bragðgóð og við nutum hennar með köldu glasi af mjólk. Þetta er hin dæmigerða skúffukaka sem allir hafa smakkað:
Kakan: 5 dl hveiti - 2 dl sykur - 2 dl púðursykur - 1 dl kakó - 3 tsk vanillusykur - 1 tsk matarsódi - 1 tsk lyftiduft - 170 gr brætt smjörlíki - 2 egg -2 1/2 dl mjólk - 1/2 dl heitt vatn.
Kakan: 5 dl hveiti - 2 dl sykur - 2 dl púðursykur - 1 dl kakó - 3 tsk vanillusykur - 1 tsk matarsódi - 1 tsk lyftiduft - 170 gr brætt smjörlíki - 2 egg -2 1/2 dl mjólk - 1/2 dl heitt vatn.
Byrjað er á að bræða smjörið. Öll hráefnin, nema vökvinn, eru sett í skál og hrærð saman. Því næst er heita vatninu, smjörinu og mjólkinni bætt rólega út í deigið og eggjunum bætt við. Deiginu er því næst hellt í smurt bökunarform (ca. 25 x 35 cm) og bakað við 200 °C í rúmlega 20-30 mínútur (mismunandi eftir ofnum).
Kremið: 100 g mjúkt smjörlíki - 1 egg - 1 tsk vanilludropar - 1 msk kaffi (ekki nauðsynlegt) - 3 msk kakó - flórsykur eftir þörfum.
Öllu blandað saman í skál og flórsykri bætt við eftir þörfum. Það tók smá tíma hjá okkur að finna rétt magn af flórsykri, þannig gott er að byrja á að setja lítið og bæta svo við ef þið viljið hafa kremið sætara. Svo skemmir auðvitað ekki fyrir að hafa kókosmjöl ofan á kökunni.
Kakan er svo að sjálfsögðu borin fram með ískaldri mjólk, namm! Njótið :)
No comments:
Post a Comment