Ef þú ert á síðustu stundu með jólagjafirnar þá eru hér nokkrar hugmyndir! Ég kláraði að pakka inn öllum jólagjöfunum í dag og er því hér með alveg undirbúin fyrir jólin. Það verður frábært að hafa Þorláksmessu til að slaka á, rölta um Laugarveginn og hafa það kósý :-)
[Svartur krummi - Hrím] Ég á einn svona sem hangir fyrir ofan rúmið mitt og finnst hann algjört æði!
[Reykjavíkurnætur - Eymundsson] Vinsælasta jólabókin í ár.
[Lukt - IKEA] Kósý í vetrarkuldanum - til í tveimur stærðum.
[Sverrir Bergmann / Fallið lauf - Skífan] Frábær diskur hjá Sverri Bergmann sem ég mæli klárlega með, búinn að vera í spilaranum undanfarna daga.
[Ugla frá Housedoctor - ILVA] Sæta uglan sem mig er búið að langa í svo lengi, hún verður mín eftir nokkra daga :-)
Mér finnst krumminn alltof svo fallegur -Erla
ReplyDelete