Mynd: Eva Laufey
Ég gerði guðdómlega köku í gær - Oreo ostaköku. Ef ykkur finnst oreo kex gott þá er þetta eitthvað fyrir ykkur! Eftir að hafa skoðað nokkrar uppskriftir á netinu ákvað ég að prófa að búa til mína eigin og varð ekki svikin. Þessi kaka gæti ekki verið einfaldari, í henni eru aðeins 5 hráefni: Philadelphia ostur, flórsykur, 1-2 oreo kex pakkar (16 kex í pakka), rjómi og smjörvi.
Botn: 11-15 oreo kex - 1/5 dl smjörvi.
Fylling: 1 askja hreinn Philadelphia rjómaostur - 1/4 L rjómi - 2 dl flórsykur - 5-10 oreo kex.
Þessi uppskrift er frekar lítil (fyrir 4-5 manneskjur) en hægt er að tvöfalda hana.
Byrjað er á að mylja oreo kexkökur og setja í botn á formi. Því næst er smjörvi bræddur og honum hellt yfir muldu kexkökurnar. Þá er botninn tilbúinn! Næst er flórsykri og rjómaosti blandað saman í skál og rjóminn þeyttur í annarri skál. Oreo kexkökurnar eru svo muldar niður og settar út í rjómann. Að lokum er rjómanum blandað saman við flórsykurinn og rjómaostinn.
Ég keypti einn pakka af oreo kexkökum, en mæli með að kaupa tvo. Þá er hægt að skreyta kökuna að ofan, en ég var ekki með nóg af kexi í það. Þannig ef þið viljið EKKI skreyta kökuna þá er nóg að hafa einn pakka af oreo kexi.
Verði ykkur að góðu! :-)
Hljómar rosalega vel!
ReplyDeleteMmmm ekkert smá girnileg!
ReplyDeleteJá ég held ég prófi þessa! Kannski bara í vikunni :D
ReplyDeletePrófaði hana, hún er guðdómleg :)
ReplyDelete