7.5.13

Inspiration of the day

Þetta eldhús hér að neðan er með þeim fallegri sem ég hef séð. Það gæti ekki verið einfaldara og virkar frekar látlaust, en ég er alveg hrikalega skotin í því. Bleiki liturinn á viskastykkinu og græni liturinn af eplunum gerir rosalega mikið, það var a.m.k. það fyrsta sem ég tók eftir. Svo er ég ótrúlega hrifin af opnum hillum í eldhúsum þar sem leirtauið og fallegir eldhúshlutir fá að njóta sín. Íbúðin í heild er líka æðisleg og mjög fallega skipulögð, manni finnst eins og allir hlutir séu á sínum stað. Þessi veitti mér mikinn innblástur, ég vona að hún geri það sama fyrir ykkur!
***
The kitchen below is one of the most beautiful kitchens I've seen. It couldn't be more simple - I have a big crush on it. I also love the apartment, it really inspired me and I hope it does the same for you.


No comments:

Post a Comment