15.6.13

Rice Krispies kaka



Fyrir nokkru síðan ákvað ég að prófa að gera mína eigin útgáfa af hinni gómsætu Rice Krispies köku. Kakan heppnaðist mjög vel og var mjög bragðgóð. 

Kakan: 150-200 g súkkulaði (eftir smekk) - 60 smjör - 4 msk sýróp - 100 g Rice Krispies.

Þetta gerist varla auðveldara! Byrjað er að bræða smjörið við vægan hita og því næst er súkkulaðið sett út í og látið bráðna. Svo er sýrópinu bætt við og að lokum er Rice Krispies sett út í (hér er gott að hafa rúmgóðan pott svo það sé pláss fyrir allt!) Blandan er sett í hringlaga form og inn í ísskáp í u.þ.b. 15 mín.

Þá er bara að byrja á karamellusósunni:

Karamellusósan: 60 g smjör - 60 g púðursykur - 1/4 tsk vanilludropar - 1-2 msk rjómi.

Öll hráefni eru sett í pott við háan hita og hrært í þangað til að úr verður karamellublanda. Gott er að kæla karamellusósuna töluvert áður en hún er sett ofan á rjómann, annars er hætta á að hann "bráðni." Nú er gott að þeyta rjómann (tæplega 1/4L) sem fer ofan á kökuna.

Næst er kakan tekin úr ísskápinum og rjóminn smurður ofan á.  Best er svo að setja kökuna í ísskáp í um 45 mín. Þá er hún tilbúin! Gangi ykkur vel :-)

3 comments: