29.3.14

hafrakossar

Mynd: Tanja Dögg // Djörfung
Ég ákvað loksins að prófa hafrakossa - uppskriftina fékk ég hjá Eldhúsperlum :) Hafrakossar eru rosalega gómsætir og mér finnst þeir minna á eitthvað sem amma myndi baka, það er eitthvað gamaldags við þá! Uppskriftin er einföld og tekur alls ekki langan tíma.

Kökurnar: 250 gr mjúkt smjör - 2 dl púðursykur - 1 dl sykur - 1 egg - 1 og 1/2 tsk vanilludropar - 3 dl hveiti - 1 tsk matarsódi - 1/2 tsk salt - 1/2 tsk kanill - 7 dl haframjöl.

Byrjið á því að hita ofninn í 170°C - ef þið ætlið að setja fleiri en eina plötu inn er sett á blástur. Hrærið sykur og smjör þangað til blandan er orðin létt og ljós. Bætið egginu og vanilludropum út í og hrærið saman. Í annari skál er hveiti, matarsóda, salti og kanil blandað saman og bætt svo við smjörblönduna. Að lokum er haframjölinu bætt við og öllu blandað lauslega saman. Gott er að nota tvær teskeiðar til að setja deigið á plötuna. Ég mæli með að hafa kökurnar ekki of stórar og reyna að ýta deiginu aðeins niður svo kökurnar verði ekki of þykkar. Kökurnar eru bakaðar í 8 - 10 mínútur og gott er að kæla þær á grind.

Kremið: 150 gr smjör - 250 gr flórsykur - 2 msk rjómi - 1/2 tsk vanilludropar.

Öllum hráefnum er blandað saman í skál og þeytt vel saman. Kremið er sett á þegar kökurnar hafa kólnað og þá er gott að nota kremsprautu til að setja kremið á milli (en einnig er hægt að nota bara teskeið).

__________

I made these delicious oatmeal buttercream pies earlier this week - the recipe can be found here. Enjoy :)

1 comment:

  1. ég get staðfest að þetta eru hirkalega góðar kökur, gott að eiga í ísskápnum eða frystinum og næla sér í eina þegar manni lagar í eitthvað gott :)

    ReplyDelete