6.10.14

bedroom

Flutningar eru á næsta leyti hjá mér og ég hef verið ansi dugleg að skoða fallegar hugmyndir fyrir svefnherbergi! Þar sem ég er að flytja í stúdíóíbúð verður rúmið mitt hluti af stofunni, sem þýðir að ég neyðist til að hafa það fínt öllum stundum :) Ég er því búin að kíkja á ansi margar rúmfata- og púðaframsetningar, sem ég þarf að deila með ykkur fljótlega. Þetta svefnherbergi hér fyrir neðan var þó með mínum uppáhalds, þá aðallega með tilliti til kósý púðanna sem liggja í rúminu. Fallega fatasláin og kommóðan úr IKEA skemma heldur ekkert fyrir... ;)Source: A Merry Mishap

No comments:

Post a Comment