24.6.12

Sumardrykkur

Í gær bjó ég til gómsætan sumardrykk í sólinni. Það er algjört möst að hafa svalandi drykk við hendina þegar veðrið leikur svona við mann :) Ég notaði uppskrift sem Tinna vinkona mín kenndi mér. Ég breytti henni þó aðeins og niðurstaðan var mjög góð. Það sem þú þarft er Super Berries djús frá Berry Company, sódavatn og lime.

Glasið er fyllt með u.þ.b. helming af sódavatni og helming af djús. Það er matsatriði hversu mikinn djús fólk vill hafa, þannig endilega prófa sig áfram. Að lokum er lime kreist úti og klökum bætt við. Næst er bara að smakka :)

No comments:

Post a Comment