2.7.12

Hrökkkex

Ég og mamma ákváðum að prófa að búa til hrökkkex í dag. Niðurstaðan var vonum framar þar sem kexið hreinlega bráðnaði í munninum. Þetta var ótrúlega fljótlegt og einfalt og krafðist ekki mikillar fyrirhafnar. Undirbúningurinn tók um 10 mínútur og bökunartíminn var u.þ.b. 15 mínútur.


Innihald: 
1 dl hörfræ - 1 dl sólblómafræ - 1 dl sesamfræ - 1 dl graskersfræ - 1 dl haframjöl
4 dl spelt - 3 tsk Maldon salt - 2 dl vatn - 1 1/4 dl olía


Byrjað er á að blanda þurrefnunum saman í skál. Því næst er olíu og vatni bætt við og öllu hrært saman með sleif.

Deiginu er skipt jafnt í þrjá hluta. Deigið er svo flatt út með því leggja bökunarpappír yfir og undir deigið. Mikilvægt er að fletja deigið mjög þunnt. Efri bökunarpappírinn er fjarlægður og deigið skorið niður bita (mismunandi hvaða stærð fólk vill, gott að prófa sig áfram). Við ákváðum að setja rifinn ost ofan á deigið, bæði venjulegan og parmesan. Að lokum er deigið sett á bökunarplötu og bakað við 200°C í u.þ.b. 13-15 mínútur.


Nú má byrja að smakka! Verði ykkur að góðu :)

2 comments:

  1. Mmm þetta lítur yndislega út! Langaði einmitt að baka sjálf hrökkbrauð/kex fyrir brönnsinn hjá mér næstu helgi, held að ég prófi þessa uppskrift :)

    ReplyDelete
  2. Ég mæli hiklaust með því! Mátt svo endilega láta vita hvernig gekk :)

    ReplyDelete