28.8.12

Sjónvarpskaka


Fyrir þá sem hafa ekki smakkað þessa þá mæli ég með henni! Þetta er ein af mínum uppáhalds kökum og hún er alls ekki flókin.

Kakan: 2 egg - 1,5 dl sykur - 1,5 dl hveiti - 1 tsk lyftiduft - 1/4 tsk salt - 1 tsk vanilludropar - 1 dl heit mjólk - 1 msk brætt smjörlíki.

Byrjað er á að þeyta sykur og egg vel saman. Því næst er þurrefninu hrært varlega saman við (mæli með að sigta þurrefnin ofan í skálina). Að lokum er smjörlíkið brætt og mjólkin hituð (ég set þetta saman í pott) og blandað rólega saman við blönduna. Bökunartíminn er u.þ.b. 10 mínútur við 180°C.

Kókosmjölblanda: 2 msk mjólk - 3 msk smjörlíki (ég nota stundum smjörva) - 4 msk kókosmjöl - 5 msk púðursykur.

Á meðan kakan er í ofninum er kókosmjölblandan búin til. Öllu er blandað saman í potti og suðan látin koma upp. Þegar kakan er búin að bakast í 10 mín er hún tekin úr ofninum og kókosmjölblöndunni er hellt yfir. Kakan er svo sett aftur í ofninn í u.þ.b. 5 mínútur.


3 comments:

  1. Mmm Leisí Deisí eins og við köllum hana er ein af mínum uppáhalds! Geri hana reglulega :)

    ReplyDelete
  2. Þetta er ein besta kaka sem ég hef smakkað, þú klikkar ekki Tanja mín. Flott að fá uppskriftina, nú ætla ég að prófa og athuga hvort mín verður jafn góð og þín :)

    ReplyDelete
  3. I hvernig form fer þessi uppskrift, stærð :)

    ReplyDelete