7.2.13

Chalmersgatan 29 A

Bjart og fallegt heimili í Svíþjóð. Mér finnst íbúðin einstaklega afslöppuð, það væri allavega ekki amalegt að setjast í stofuna og lesa eina góða bók. Ég tók strax eftir hvítu stigahillunni í stofunni, en ég er búin að vera að leita að hinni einu réttu hillu þónokkuð lengi með takmörkuðum árangri. Borðstofan er líka glæsileg þar sem Eames stólar og IKEA PS 2012 stólar fá að njóta sín. Ég er líka mjög hrifin af svefnherberginu. Ég er yfirleitt ekkert rosalega mikið fyrir veggfóður, en finnst það passa fullkomlega inn í þetta krúttlega svefnherbergi. Niðurstaðan er allavega sú að ég gæti vel hugsað mér að búa þarna!
***
Bright and beautiful home in Sweden. It appears to be relaxing, I wouldn't mind sitting in the living room with a good book. I first noticed the cute white shelf in the living room. I also love the dining room, the Eames chairs and IKEA PS 2012 chairs look really good in there. I also love the bedroom, it's really cute! 








2 comments:

  1. Væri alveg til í að eiga þessa íbúð, stílhrein og notaleg

    ReplyDelete