Heil og sæl!
Skólinn hefur átt allan minn hug síðustu tvær vikur, ég hef því ekki gefið mér mikinn tíma til að skoða fallega hluti. Ég skellti mér á MAR restaurant í hádeginu og fékk dýrindismáltíð þar, ég mæli með að fara þangað ef þið hafið ekki prófað. Staðurinn er rosalega töff og skemmtilegur og ég rakst einmitt á þetta veggskraut þar. Ég er enn að reyna að átta mig á hvers vegna spottarnir ná til þessa ákveðinna landa og enn síður skil ég hvað stendur þarna fyrir ofan. Það verður áfram ráðgáta fyrir mér, en mikið er þetta töff ;-)
löndin sem spottarnir fara í eru löndin sem matar menningin er sótt.
ReplyDeleteog ef ég man rétt þýðir þetta suðræn matreiðsla með íslensku hráefni eða eitthvað í þá áttina..
Áhugavert, það gerir þetta ennþá skemmtilegra ;-) Takk fyrir upplýsingarnar!
Delete