29.6.12

Little Wolf Vintage

[1][2][3][4]

Little Wolf Vintage er fatabúð á netinu sem sérhæfir sig í einstökum og fallegum fötum. Mikið af vörunum eru vintage föt sem búið er að breyta, sauma í og gera flottari. Ég er mjög skotin í þeim þar sem mér finnst gaman af fötum sem ekki allir eiga. Endilega tjékkið á þessu - þau senda til Íslands :)

Little Wolf is about: Cool water, hot sun. Sand, surf, wind. Salt on your skin. Starry nights and bonfires. Imprompty roadtrips, staying up all night, watching the sunrise. Night breeze through the window. Summertime. This is what Little Wolf Vintage is about. Capturing those moments and making them last. So when you find sand in your pockets, you remember the good times.

28.6.12

Pastel fyrir heimilið

[1-2-3-4]

Ég átti erfitt með að hemja mig þegar ég sá allar þessar myndir - mig langaði að hlaupa beint út í búð og kaupa eitthvað í pastel :) Ótrúlegt fallegir litir, það er eitthvað svo krúttlegt við þá. Ég sá fallegt hús í Hús & Híbýli í síðasta mánuði, sætabrauðshús á Akureyri. Ég hvet ykkur til að kíkja á það ef þið eruð hrifin af þessum stíl, ég var allavega mjög hrifin!

[*] Hvítt og pastel er ótrúlega fallegt! Kollurinn er sætur.
[*] Ég væri til í allt fína dótið í þessum skáp, fullkomið tepartý fyrir stelpurnar :)

[*] Krúttlegt ljós.


 [*] Ofursvalir stólar. Næsta DIY verkefni?

Mixed bag: Pretty things



[Vekjaraklukka - Myconceptstore // Kertastjaki - IKEA // Hús og híbýli - Birtingur // Stílabók - Cotton On // Diana myndavél - Myconceptstore // Tebolli - Christina Re //  Bakkaborð (á útsölu!) - ILVA // Blómapottur - IKEA]

Fallegir hlutir sem mega heimsækja mitt heimili :)  Ég er sérstaklega hrifin af rauða bakkaborðinu úr ILVU, svo gaman að hafa liti í kringum sig.

27.6.12

DSQUARED2


Campaign (sumar 2012) fyrir fatamerkið DSQUARED2. Fáránlega flottur sumarfílingur! Gæjarnir á bak við þetta fatamerki eru tvíburabræðurnir Dean og Dan Caten. Fyrsta búðin þeirra var opnuð árið 2007 í Mílanó en þeir eru í dag með búðir í París, Hong Kong og á fleiri stöðum. Þeir senda ekki til Íslands eins og er, en það er á döfinni hjá þeim - það þarf hvort sem er að safna ansi lengi til að eiga fyrir fötum frá þeim :) Hér eru þrír jakkar úr sumarlínunni sem mér leist vel á:


[1][2][3]




26.6.12

Photoprint púðar frá By nord



[1][2][3][4][5][6]

By nord er danskt merki sem var stofnað árið 2008. Ég er alveg rosalega skotin í þessum púðum og er viss um að hönnunin á þeim höfði til margra Íslendinga, enda með norrænu yfirbragði.

25.6.12

Mixed bag - Bleikir tónar

Það er svo gaman að sumarið er komið! Ég elska litadýrðina sem fylgir því og svo er líka skemmtilegt að geta skilið úlpuna eftir heima þegar maður kíkir út :) Ég tók smá "net-rúnt" og rakst á þessa fallegu hluti:

1. Skór frá Office (og eru einmitt á útsölu núna).
2. Fullkominn sumarkjóll frá Topshop.
3. Fallegt veski frá H&M.
4. Bókin 'What Would Audrey Do?' sem ég held að fáist í IÐU.
5. Naglalakk sem ber því skemmtilega nafni: Italian Love affair.

24.6.12

Sumardrykkur

Í gær bjó ég til gómsætan sumardrykk í sólinni. Það er algjört möst að hafa svalandi drykk við hendina þegar veðrið leikur svona við mann :) Ég notaði uppskrift sem Tinna vinkona mín kenndi mér. Ég breytti henni þó aðeins og niðurstaðan var mjög góð. Það sem þú þarft er Super Berries djús frá Berry Company, sódavatn og lime.

Glasið er fyllt með u.þ.b. helming af sódavatni og helming af djús. Það er matsatriði hversu mikinn djús fólk vill hafa, þannig endilega prófa sig áfram. Að lokum er lime kreist úti og klökum bætt við. Næst er bara að smakka :)

22.6.12

Ég er skotin í..


.. þessu æðislega ljósi sem væri frábært í draumahúsinu.


.. þessari hjartaskál frá Sagaform.

.. Strawberry Blueberry Mini Cheesecake Trifle (uppskrift hér, nom nom). Spurning um að maður prófi þetta um helgina?

 .. þessari bleiku draumahurð, sem ég væri alveg til í að labba inn um á hverjum degi. Maður verður að láta sig dreyma ;-)


21.6.12

Hillur

[1][2][3][4]

Ég er með eina stóra hillu heima og finnst rosalega gaman að skoða og fá nýjar hugmyndir fyrir uppröðun þar sem möguleikarnir eru endalausir! Í stórum hillum er fallegt að hafa alls kyns hluti, t.d. plöntur, blóm, stórar og flottar bækur og fallega myndaramma. Hillur er einnig hægt að nota sem geymslupláss eins og sést á mynd 1. Þar er einnig hægt að sjá einfalda uppröðun á hillum sem er m.a. hægt að fá í IKEA (sjá hér). Einnig er hægt að fá sambærilega hillu og á mynd 4 í IKEA (sjá hér).

Hér eru nokkrar hugmyndir að hlutum sem ég púslaði saman sem hægt er að setja í hillur:

[Fejka gervipottablóm - IKEA // Box - ILVA // Jemma Kidd Make-Up Masterclass - Modcloth // Bamboo skál - ILVA // JOY stafir - Myconceptstore // Skartgripatré - Hrím //  Mirror teljós - Bútik // The Meowmorphosis - Modcloth]

20.6.12

Sængurföt

Mér var einu sinni sagt að vera ekkert að spara þegar kemur að rúmfötum þar sem við eyðum u.þ.b. 1/3 af ævi okkar í svefn. Mér finnst þetta allavega góð afsökun til að kaupa falleg sænguföt :) Falleg sængurföt geta líka lífgað upp á svefnherbergið og gert það meira kósý – þau er allavega næst á dagskrá á mínu heimili.

Þetta sængurverasett er frá HAY og fást í Epal. Svo fallegt! Ég er ástfangin af öllum vörum frá HAY, hönnunin hjá þeim er alltaf svo stílhrein og fín.

[1]


Ég rakst einnig á nokkur koddaver frá Urban Outfitters - sem eru bilað flott. Urban Outfitters senda til Íslands, þannig um að gera að dekra aðeins við sig og skella sér á eitt par af koddaverum. 


[1][2][3][4]

Einfaldleiki

Þegar ég sá þennan spegil datt mér strax í hug standspegill úr IKEA. Hann er án ramma, en hrikalega flottur.


Það þarf ekki að vera dýrt að gera fínt hjá sér.

18.6.12

Polaroids


Ótrúlega flottar myndir eftir Max Wanger (sami ljósmyndari og tók myndir í brúðkaupi Emily - Cupcakes and cashmere). 

17.6.12

Fallegir hlutir fyrir heimilið

[1][2][3][4]

Mig er lengi búið að langa í "Keep Calm and Carry On" plakat, en þar sem þau eru heldur dýr hef ég ekki enn skellt mér á eitt stykki. Ég rakst einnig á gullfallegt sængurver með hreindýri á. Það er frá danska merkinu Bynord sem er í miklu uppáhaldi hjá mér núna. Krumma herðatréið fæst m.a. í Epal, en hægt að fá víðar. Það er mjög fallegt sem skraut, ég á einn hrafn sem hangir í vír, en hann mun ekki vera notaður undir föt heldur hanga í stofuglugganum. Síðast en ekki síst er fallega bleikur þriggja hæða kökudiskur frá Koziol sem ég gaf bróðir mínum og kærustu hans í jólagjöf og læt mig enn dreyma um :-)

15.6.12

Cornish House


Ég rakst á þetta fallega heimili sem var byggt snemma á 19. öld. Hvíta gólfið er uppáhalds! Stílhreint og fallegt hús sem ég hefði ekkert á móti að eiga.

13.6.12

Mixed bag


1. Jeffrey Campbell skór með göddum
2. Sumarlegur 
gulur bolur frá H&M
3. Pink reef 
kinnalitur frá Make up store
4. 
Stóll frá HAY (fæst í Epal)
5. Græn 
leðurtaska
 úr Topshop